KaloriuBomban

Ég er 110 kíló og 176 á hæð. þarf að missa 35 kíló til að komast í kjörþyngd. Til þess að ná því markmiði verð ég að henda út uppáhaldinu mínu -sósum-,-nammi- og -smjöri- Þetta er dagbók fyrir mig til að halda utan um hvað ég borða á dag og hvernig hreyfingu ég stunda.

fimmtudagur, október 20

dagur 13 og 14. jeg snakker bara dansk nu

Núna er þetta allt að koma. Er að byrja að fá tilfinninguna fyrir þessu og í morgun þegar ég stalst á vigtina sýndi hún 500 gr minna. núna eru engar syndir að játa. jú annars fékk mér smá sykurlaust súkkulaði. iss hef nú ekki miklar áhyggjur af því. Veit alveg að þetta kemur hjá mér hægt og bítandi. Famelían er mjög ánægð með þennan mat og sykur át búið að minnka um 70 %. spái því að það eigi eftir að af skoppa í a.m.k. 90 %.

Bjó til alveg þrusugóðan þorsk í kvöldmatinn og svo ávaxtaís með smá heitri sósu i´deser....
mmm æði.

Ofnbakaður Þorskur fyrir 4

2 þorskflök
600 gr gul paprika
600 gr rauð paprika
chicken tonight sósa eða tómatssósa m/tabasco.
pínulítið af rifnum osti.

þorskurinn bitaður niður og settur í eldfast mót. paprikan skorin smátt og sett yfir sósunni hellt yfir og svo er ostinum stráð yfir allt saman.

voða voða gott

svo er lifradagurinn í dag. ætli það verði ekki bara gúllas m/ kartöflu og sykurlausri sulti og grænmeti að sjálfsögðu.

en hvað er annars að frétta af ykkur.. ;) best ég kíki smá bloggrúnt.

þriðjudagur, október 18

Dagur 12. minni föt

Dagurinn í dag verður nokkuð spennandi ddv dagur. ætla að prufa að gera lasagna, köku og ís eftir ddv. gæti orðið skemmtilegt hmm. Ég byrjaði morguninn á því að skella mér í ræktina og og lyfti. svo fer ég klukkan 18 í þolfimi. var líka í ræktinni (brennslu) og þolfimi í gær.

Vigtin er ekkert að stíga neitt en ég finn að beltið þarf að þrengja, sparibuxurnar mínar nýju eru farnar að poka eftir að ég byrjaði aftur að æfa í ágúst. En nú má viktoría fara að taka smá kipp. Þetta er hættulegasta tímabilið.. þegar maður er búinn að missa svo og svo mikið af kílóum að þá kemur allt í einu stopp. og þá fer ég að borða vitlaust,, einmitt þegar ég á að vera að halda mér við efnið!. og þá þarf maður aftur að koma sér að stopp mörkunum og bíða aftur! maður er alltaf að gera sér lífið erfiðara en það þarf að vera.

gangi ykkur sem allra best í dag dúllurnar mínar. ;)

mánudagur, október 17

dagur 10 og 11. hindberjaís m/ súkkulaði!

Enginn nammidagur þessa helgina í fyrsta skipti í 20 ár. Tel ekki kjörísinn með... í mínum huga er nammidagur at least 1 stórt súkkulaði!...

Er búin að æfa 5 sinnum í viku samviskusamlega síðan í ágúst. mjög sátt við sjálfa mig þar. Mataræðið er búið að vera mjög gott þessa helgina. Hef ekki farið yfir kaloriuskammtinn minn og þá er ég ánægð. Ef ég er ekki 100 % eftir ddv þá hef ég nú ekki miklar áhyggjur af því, það kemur smátt og smátt. hef nógan tíma, á meðan vigtin fer ekkert upp þá er þetta nú bara allt í góðu, er ennþá að reyna að ná tökum á þessu öllu saman. Kann mjög vel við þennan lífstíl og gæti vel hugsað mér að halda þessu áfram, tek eftir að neglurnar mínar sem alltaf hafa verið jafn linar og smjör eru orðnar harðar!... gæti kannski farið að safna nöglum ;).

Hef ákveðið að setja ekki matardagbókina mína hérna næstu daga, byrja aftur þegar ég er almennilega búin að læra þetta. Þetta er hálf viðkvæmt fyrir mér þar sem mér gengur misvel suma dagana ennþá. Gæti náttúrulega sleppt því að setja syndirnar mínar hérna en þá væri ég bara að plata sjálfa mig. En þetta hins vegar fékk ég mér í gær eftir kvöldmatinn (slef)

2 1/2 dl fjörmjólk
hindber

þeytt í blandaranum

heitri súkkulaði sósu hellt yfir

3 tsk klípa
1 tsk kakó
sætuefni
smá vatn

hitað í örbylgjunni og hellt yfir ísínn góða. rosalega gott namminamm..

þið fyrirgefið mér vonandi hvað ég er viðkvæm fyrir gagnrýni þessa dagana. Er bara ekki sterk í aðhaldinu mínu núna. Þegar andinn svíkur þá er stutt í súkkulaðið

laugardagur, október 15

dagur 9. de danske ugeplan

ætla að gera daginn að fredag á bls 28 ;) líst svo ljomandi vel á það.

í staðinn fyrir ostinn ætla ég reyndar að fá mér kellogs special key ;).

mm. 30 kellogs 2 dl fjörmjólk. 30 gr brauð m sykurlausri jarðaberjasultu, 1 appelsína + gúrka í blandaranum.

hm 30 gr brauð með grænu eggjasalati

km kjúklingur í kóki

kd 1/2 banani, 1 kíwi, 1 epli. 10% sýrður rjómi 1/2 tsk kanil, sætuefni,

þetta er planið. ef ég fer útfyrir skal ég játa syndir mínar samviskusamlega. en ég ætla sko bara ekkert út fyrir planið skal de veta.

föstudagur, október 14

dagur 8. sá lærir sem borðar.

keypti mér almennilega vigt í dag og nú ætti ég að geta borðað nákvæmari skammta. Nálarvigtin var alls ekki nógu nákvæm svo ég þorði aldrei að borða meira en 100 gr. Núna skal þetta vigtað bak og fyrir.
var að bæjast svo mig kveið svolítið fyrir deginum en ég held ég hafi náð þessu nokkurn veginn.

fyrir ræktina 1 banani

mm 1brauðsneið (nálarvogin mín sýnir ekki undir 50, þetta var þétt brauð svo ég er viss um að hún var alveg um 50 gr. 2 brauðskammtar þarna.) 1 tsk klípa. 1/2 dós skyr.is vanillu drykkjar. 1/2 lítið papaya og 1/2 appelsína í blandarann m/ gúrku útí.

Hm ferskt subway salat m/ kalkúnaskinku (var ekki til kjúllinn) og 1 tsk dressing til hliðar.

km. 120 gr nautasteik. 300 gr grænmeti. kartafla 11/2 tsk dressing.

kk. ís í brauði frá kjörís (já ég veit.)

þetta er að koma ég finn það. svona byrjaði ég líka síðast. hægt og rólega. svo eftir nokkra daga var ég stabilli en nunna í einangrun.

ég er allavega að læra þetta betur.

Dagur 7. ddv fundurinn

Nú er búin vika af ddv og ég verð nú bara að viðurkenna að ekki hef ég verið nógu dugleg. ég borðaði alla skammtana mína samviskusamlega en laumaðist einnig í 1 stk maryland kexpakka í vinnunni. marenstertu í desert þegar kallinn minn átti afmæli og kökur þegar ég hélt upp á það. fjúff... ekki sátt við mig í dag. steig á vigtina og hún sýndi eitt kíló niður. sem væri rosalega gaman ef ég vissi ekki að það var della í rauninni. það var nefnilega þannig að vikuna áður hafði ég stigið á hana í skónum!!... er viss um að uppreimuðu skórnir mínir eru a.m.k heilt kíló, treysti mér ekki til að fara úr þeim eftir að hafa verið að bæjast allan daginn. var viss um að það myndi líða yfir fólk hehem. Enda fékk ég dræmar undirtektir. langaði að vísu að hrópa að ég væri nú ekki alveg vonlaust tilfelli, hefði nú tekist að missa 2 tugi af fitu og rúmlega það. en hér er samt gærdagurinn:

mm. 1 brauðsneið m rækjum 2 tsk léttmajónesi, 1 eggi + létt jógúrt án viðbætt sykurs.

hm. 100 gr ýsa. 300 gr grænmeti.

km. 100 gr lax m/ 300 gr grænmeti og létt sósu 1 tsk. 1 brauðsneið m 1 tsk klípu.

desert. ávextir í skál ásamt ddv súkkulaði sósunni og vanillujógúrt. rosa gott nammi namm.

held ég sé nokkurn veginn með þetta þennan daginn.

góður punktur kom þarna á fundinum til að hjálpa okkur byrjendum að skipuleggja okkur. en það er að fara bara alveg eftir vikuplaninu sem er í bókinni okkar góðu. ætla að prufa að fara nokkurn vegin eftir henni og sjá hvað gerist. Ef ég fæ aftur svona dræmar undirtektir þá er ég nú bara hætt. þarf ekkert á svoleiðis að halda. æj ég er hálf miður mín yfir þessu. jafna mig fljótlega og held ótrauð áfram. þetta er bara 1 skref aftur á bak. tek 2 áfram í vikunni er viss um það.

sunnudagur, október 9

dagur 4. lifrapaté (hrollur)

jæja þá er ég búin með 4 daga í ddv.. gengur vonum framar. borða samviskusamlega allt þetta grænmeti og í dag eldaði ég lifrapaté. oj barasta.. þetta bara get ég ekki. át þetta og kúgaðist. ég mun gefast upp ef ég finn ekki aðra aðferð til að innbyrða þessi vítamín... einhverjar hugmyndir???

annað ef fleiri eru að sjá síðuna mína með bláum stöfum á brúnum fleti endilega látið mig vita. þannig á það alls ekki að vera. Takk súper fyrir að láta mig vita af þessu..

fimmtudagur, október 6

Dagur 1 eftir sumarið.

jæja þá er ég komin aftur... svo langt síðan að ég bloggaði síðast að ég mundi ekki passwordið mitt á bloggið.

Ég er búin að ná af mér sumar kílóunum og kílói betur þannig að vigtin stendur núna í 86. Fer á fund á eftir, nánar tiltekið ddv fund... verð að gera eitthvað til að missa þetta ekki úr böndunum. er farin að úða í mig súkkulaði í tíma og ótíma.... gengur sko ekki.

ég ætla að miða við vigtina mína þar sem ég er búin að vera að fara eftir henni síðan í febrúar. alla vega til að byrja með og sérstaklega ef að mín sýnir minna ;)

jæja wish me luck... og gangi ykkur vel..